Fara beint í efnið

Hvernig get ég séð hvort það er veð á bíl/ökutæki?

Ef þú ert skráður eigandi ökutækisins getur þú farið inn á mínar síður Ísland.is undir ökutækin mín, þar getur þú sótt ferilskýrslu ökutækisins. Ef þú ert að hugsa um að kaupa ökutæki þá getur þú óskað eftir því við seljandann að fá ferilskýrsluna þar sem þetta kemur fram. Þar kemur fram hvort það séu veðbönd á ökutækinu en aðeins já/nei en engar nánari upplýsingar. Sýslumenn selja veðbókavottorð sem er ítarlegra. Hægt er að nálgast veðbókavottorð hér: https://island.is/vedbokarvottord

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?