Fara beint í efnið

Hvaða reglur gilda um bíla sem nota metan?

Metan er orkugjafi bíls og hann er skráður í skráningarskírteini eins og aðrir orkugjafar. Um hann gilda sömu reglur og um aðra orkugjafa. Eldsneytisgeymar fyrir metangas eru svokallaðir þrýstikútar og eru þeir skoðaðir í reglubundnum skoðunum og mælst er til þess að fagaðilar séu látnir fylgjast með þeim reglulega á líftíma bílsins. Leyfilegt er að hætta notkun metankerfis sem sett var í eftirá (gildir bara í þeim tilvikum). En þá skal búnaðurinn (að minnsta kosti þrýstikútarnir) fjarlægður og bíllinn færður til breytingaskoðunar til að láta fjarlægja metan sem orkugjafa úr skráningarskírteini.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?