Fara beint í efnið

Hvaða reglur gilda um sætaskipan í bíl?

Sæti skulu vera traust og vel fest. Á þeim mega ekki vera hvassar brúnir eða útstæðir hlutir sem geta valdið meiðslum við snögga hraðabreytingu eða árekstur. Leyfilegt er að fjarlægja sæti tímabundið en öll sæti þurfa alltaf að vera til staðar við reglubundna skoðun. Ekki er leyfilegt að bæta við sætum nema fá slíka breytingu samþykkta hjá skoðunarstöð. Breytingar á sætaskipan í hópbílum, hvort sem er til fjölgunar, fækkunar eða uppröðunar, þarf að fá samþykkta hjá bæði Samgöngustofu (senda inn teikningar) og hjá skoðunarstöð (eftir að teikning er samþykkt).

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?