Fara beint í efnið

Hvaða reglur gilda um tjónaskráningu bíla/ökutækja?

Ökutæki sem lendir í tjóni í umferðinni, svo sem í árekstri eða veltur, ber að skrá sem tjónaökutæki. Það er lögreglan og tryggingafélög sem tilkynna Samgöngustofu um slík tjón. Eigandi ökutækisins fær tilkynningu um að tjónaskráning hafi verið gerð. Hafi eigandi efasemdir um að tjónið réttlæti ekki tjónaskráningu frá lögreglu þá getur hann látið endurmeta það hjá skoðunarstofu ökutækja innan tiltekins frests. Ekki er hægt að láta endurmeta tjónatilkynningu frá tryggingafélögum. Viðgerðir á tjónaökutækjum geta eingöngu farið fram hjá viðurkenndum réttingaverkstæðum ef taka á ökutækið í notkun á ný. Nálgast má frekari upplýsingar hér.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?