Fara beint í efnið

Hvaða reglur gilda um bíla sem nota vetni?

Vetni er orkugjafi bíls og hann er skráður í skráningarskírteini eins og aðrir orkugjafar. Um hann gilda sömu reglur og um aðra orkugjafa. Eldsneytisgeymar fyrir vetni eru svokallaðir þrýstigeymar og eru þeir skoðaðir í reglubundnum skoðunum og mælst er til þess að fagaðilar séu látnir fylgjast með þeim reglulega á líftíma bílsins.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?