Fara beint í efnið

Hvaða reglur gilda um tengingu og drátt ökutækja?

Í skráningarskírteini bíls er hægt að sjá hvað eftirvagn má mest vera þungur sem bíll má draga og hvað samanlögð þyngd bíls og vagns (vagnlest) má vera. Þar sést annars vegar hvað bremsulaus vagn má mest vera þungur (til dæmis lítill tjaldvagn) og hins vegar hvað eftirvagn með bremsum má mest vera þungur. Til viðbótar gilda takmarkanir í ökuskírteini um hvað má draga þunga vagna og hvað vagnlestin (bíll og vagn) má mest vera þung.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?