Fara beint í efnið

Hvað þarf að hafa með sér við flutning á hjúkrunarheimili?

Ekki er mögulegt að taka mikið af húsgögnum með þegar flutt er á hjúkrunarheimili. Sjónvarp og einhvers konar spilara fyrir tónlist eða bækur kemur sér vel og mikilvægt að taka með persónulega muni eins og ljósmyndir. Þá getur verið sniðugt að skrifa niður "Lífssögu" viðkomandi. Hún ýtir undir að spjallað sé um það sem viðkomandi man og þekkir og kemur vonandi í veg fyrir að endalaust sé verið að bjóða heimilismanni mat eða drykk sem honum líkar alls ekki. Dæmi um "Lífssögu" er að finna hér.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: