Fara beint í efnið

Ég hef ekki búið á Íslandi nema hluta ævi minnar en er að hætta að vinna. Hvernig get ég framfleytt mér?

Greiðslur almannatrygginga eru í hlutfalli við búsetu á Íslandi.
Þau sem hafa dvalið og/eða starfað erlendis geta átt rétt á lífeyrisgreiðslum í viðkomandi landi. Tryggingastofnun veitir nánari upplýsingar um réttindi erlendis og annast umsóknir um slíkar greiðslur.
Erlendir ríkisborgarar sem hafa búið og/eða starfað á Íslandi í minnst þrjú ár geta átt rétt á ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Fullur réttur til ellilífeyris á Íslandi miðast við 40 ára búsetu og eiga þeir réttindi sem búið hafa a.m.k. 3 ár á Íslandi frá 16 ára til 67 ára aldurs. Réttur þeirra sem hafa búið hér skemur en 40 ár er reiknaður hlutfallslega út frá búsetu þeirra hér á landi

Ef þú hefur lítinn eða engan rétt til ellilífeyris getur þú sótt um viðbótargreiðslur.
Frekari upplýsingar um ellilífeyri má finna á heimasíðu Tryggingastofnunar.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: