Fara beint í efnið

Ég er að verða 67 ára og er með geðsjúkdóm - hvert get ég leitað ef ég veikist?

Ef þú ert í reglubundnu eftirliti hjá geðlækni eða hjá geðheilsuteymi, hvort sem er innan heilsugæslu eða Landspítala, getur þú leitað til þíns meðferðaraðila ef þú veikist. Eins getur þú leitað til heilsugæslunnar.


Í bráðum veikindum sem þola ekki bið er hægt að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala, hún er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 19 og um helgar frá klukkan 13 til 17. Utan opnunartíma bráðamóttöku geðsviðs er hægt að leita aðstoðar á bráðamóttöku í Fossvogi, hún er opin allan sólarhringinn allan ársins hring.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: