Fara beint í efnið

Samgöngustofa: Leyfisveitingar og viðurkenningar

Hvernig sýni ég fram á jákvæða eiginfjárstöðu? (fólk og farm)

Umsækjandi rekstrarleyfis til farþega –og farmflutninga þarf að sýna fram á að hann hafi fullnægjandi/jákvæða fjárhagsstöðu. Fullnægjandi fjárhagsstaða merkir að hafa aðgang að nægi­legu fjármagni til að stofna fyrirtæki og tryggja öruggan rekstur þess. Fyrirtæki verður að hafa eigið fé og sjóði sem jafngilda a.m.k. kr. 1.150.000 fyrir fyrsta ökutæki og kr. 640.000 á hvert ökutæki umfram það. Fjárhæðina skal uppfæra árlega í samræmi við ákvæði 7. gr. framangreindrar reglugerðar (EB) nr. 1071/2009. Hjá nýstofnuðum fyrirtækjum eða ef síðasti ársreikningur/skattframtal umsækjanda sýnir ekki fram á að ofangreindu skilyrði sé fullnægt en raunin er þó önnur, þá er hægt að skila inn yfirlýsingu frá endurskoðanda sem lýsir yfir að eiginfjárstaða umsækjanda sé jákvæð um sem nemur amk. áðurnefndri upphæð. Hægt er að lesa frekar um skilyrði þessu tengdu í 1. lið 5. greinar í reglugerð: https://island.is/reglugerdir/nr/0474-2017

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?