Fara beint í efnið

Samgöngustofa: Leyfisveitingar og viðurkenningar

Hvenær þarf rekstrarleyfi til farþegaflutninga?

Þeir aðilar sem stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni (aðra en leigubílaakstur) þurfa til þess rekstrarleyfi. Til eru þrenns konar rekstrarleyfi: Leyfi fyrir hópbifreiðar: Bílar sem taka fleiri en níu farþega Leyfi fyrir sérútbúna bíla: Bílar sem eru skráðir torfærubílar (og eru með dekkjastærð að minnsta kosti 780 millimetra þvermál) fyrir 9 farþega og færri Leyfi í tengslum við ferðaþjónustu: Bílar sem hefur ekki verið breytt og eru skráðir fyrir 9 farþega og færri. Leyfi frá Ferðamálastofu þarf að liggja fyrir

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?