Fara beint í efnið

Tekjuáætlun - Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega

Fylla út tekjuáætlun

Útfylling á tekjuáætlun

Þegar þú fyllir út tekjuáætlun þarft þú að:

  • fylla út þá reiti sem eiga við þig,

  • skrá núverandi upphæðir eins nákvæmlega og hægt er,

  • áætla upphæð tekna, ef þú veist ekki hver upphæðin er,

  • passa að skrá allar upphæðir fyrir skatt.

Ef þú veist ekki hverjar tekjur þínar verða, getur verið betra að áætla aðeins meira en minna til að koma í veg fyrir að fá of mikið greitt frá TR.

Allar fjármagnstekjur eru sameiginlegar fyrir hjón og sambýlisfólk. Í tekjuáætlun þarf að skrá samanlagða upphæð fyrir ykkur bæði. Tekjunum er svo deilt til helminga á milli ykkar í útreikningum lífeyris.

Þegar þú fyllir út tekjuáætlun er gott að hafa í huga hvernig þú vilt fá lífeyrinn útborgaðan.

Þú getur valið að fá útborgað:

  • mánaðarlega í jöfnum greiðslum yfir árið eða tímabilið,

  • mánaðarlega samkvæmt atvinnutekjum hvers mánaðar,

eða:

Jafnar greiðslur yfir árið eða tímabilið

Ef þú vilt fá sömu, föstu upphæðina borgaða þarft þú að skrá heildarupphæð fyrir árið.

Greiðslur samkvæmt tekjum hvers mánaðar

Ef þú vilt fá greitt samkvæmt tekjum þínum í hverjum mánuði þarft þú að:

og

  • skrá atvinnutekjur á hvern og einn mánuð.

Niðurstaða og greiðsluáætlun

Til að tekjuáætlun taki gildi næsta mánuð þarf að skila henni inn fyrir 15. hvers mánaðar.

Þegar tekjuáætlun hefur verið samþykkt getur þú á Mínum síðum séð:

  • greiðsluáætlun þar sem kemur fram sundurliðun eftir greiðslutegundum og mánuðum,

  • mánaðarlegar greiðslustaðfestingar.

Fylla út tekjuáætlun

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun