Fara beint í efnið

Lífeyrir - Ein greiðsla á ári

Umsókn um eina greiðslu á ári

Þú getur óskað eftir að fá lífeyri frá TR greiddan einu sinni á ári. Þá eru réttindin reiknuð út þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og eru greidd út í einu lagi.

Árleg eingreiðsla lífeyris er eftirágreiðsla.

Þetta fyrirkomulag gæti hentað þeim sem eru með breytilegar tekjur yfir árið.

Með því að fá greitt einu sinni á ári færðu nákvæmlega það sem þú á rétt á miðað við tekjur.

Umsókn

Svona sækir þú um:

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Hakaðu við flokk 65+/ Örorka / Endurhæfing

  4. Fylltu út umsóknina Ein greiðsla á ári

  5. Smelltu á Senda umsókn

Einnig er hægt að sækja um:

Staða umsóknar

Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum TR. Þar getur þú líka fundið leyninúmerið þitt. Það er notað í samskiptum við TR í síma.

Umsókn um eina greiðslu á ári

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun