Fara beint í efnið

Atvik í heilbrigðisþjónustu

Öruggt starfsumhverfi

Mikilvægt er að starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sé eins öruggt og heilbrigt og unnt er enda er öryggi sjúklinga og öryggi heilbrigðisstarfsfólks samofið.


Vinnuslys og óhöpp starfsmanna í heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisstofnanir eru hvattar til að fylgjast með vinnuslysum og óhöppum starfsmanna í heilbrigðisþjónustu. Skrá atvik og grípa til viðhlítandi ráðstafana.

Einnig þarf að senda þarf tilkynningu til Vinnueftirlitsins ef starfsmaður er lengur frá vinnu en daginn sem eitthvað atvik verður svo og næsta dag, sjá á vef Vinnueftirlitsins um vinnuslys.

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum eru öll vinnuslys og óhöpp skráningarskyld á vinnustöðum og slys, sem valda lengri veikindafjarvistum en degi til viðbótar við slysadag eða þar sem grunur leikur á alvarlegu heilsutjóni, tilkynningarskyld til Vinnueftirlitsins.

Líkamasárás á starfsmenn ber að skrá eins og um hvert annað vinnuslys væri að ræða. Vakin er athygli á skýrslu á vef embættisins um ógnanir gegn heilbrigðisstarfsfólki.


Viðbrögð gagnvart heilbrigðisstarfsfólki í kjölfar óvænts alvarlegs atviks

Líkt og sjúklingur og fjölskylda hans verða heilbrigðisstarfsmenn sem hlut eiga að óvæntu alvarlegu atviki fyrir tilfinningalegu áfalli í kjölfarið. Þeir þurfa á stuðning að halda til að draga úr líkum á því að það hafi langvarandi áhrif á heilsu og líðan.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis