Fara beint í efnið

Sérstök framlög með barni

Úrskurður um sérstakt framlag

Beiðni um úrskurð um sérstakt framlag

Sé ágreiningur um greiðslur getur foreldri sótt um að sýslumaður kveði upp úrskurð um hvort foreldri sé skylt að greiða framlag.

Beiðnin er þá kynnt meðlagsskylda foreldrinu og sýslumaður úrskurðar í málinu út frá framlögðum gögnum.

Hægt er að sækja um til Tryggingastofnunar (TR) að fá greitt út meðlag, menntunarframlag og sérstakt framlag sem ákveðið hefur verið með úrskurði sýslumanns, samningi staðfestum af sýslumanni, dómi eða dómsátt. Skilyrði er að viðtakandi greiðslu búi á Íslandi.

Útborgun TR á meðlagi og menntunarframlagi er bundin við fjárhæð einfalds meðlags og útborgun TR vegna sérstaks framlags er einungis vegna útgjaldaliða sem tilgreindir eru í viðmiðunarfjárhæðum dómsmálaráðuneytisins og aldrei hærri fjárhæð en þar er tilgreind. Sjá nánar 67. gr. barnalaga nr. 76/2003.

Kröfufrestur

Kröfu þarf að leggja fram innan þriggja mánaða frá því að til útgjalda kom. Undantekningar eru:

  • Í tengslum við fermingar þarf að leggja fram kröfu innan þriggja mánaða frá fermingardegi en reikningar vegna undirbúnings mega vera eldri.

  • Þegar um tannréttingar er að ræða getur verið eðlilegt að bíða með kröfu vegna slíkra aðgerða þar til meðferð líkur þ.e. þegar teinar eða spangir eru fjarlægð af tönnum. Krafan þarf þá að berast innan þriggja mánaða frá þeim degi.

Fylgigögn með umsókn

  • Tvö síðustu skattframtöl krefjanda. Rafrænt afrit fæst á vefsíðu skattsins, skattur.is.

  • Upplýsingar um tekjur yfirstandandi árs; staðgreiðsluskrá, launaseðlar, greiðsluseðlar eða annað.

  • Forsjárvottorð

  • Gildandi ákvörðun um meðlag með barninu/börnunum til dæmis skilnaðarleyfi, staðfestur samningur um meðlag, úrskurður, dómur eða dómssátt um meðlag. Skjalið kann þegar að liggja fyrir hjá sýslumanni.

  • Reikningar/kvittanir vegna hins útlagða kostnaðar.

  • Önnur gögn eins og við á.

Ef ferming eða skírn
  • Staðfesting á að ferming/skírn hafi farið fram.

Ef tannréttingar
  • Yfirlit Sjúkratrygginga Íslands sem sýni greiðsluþátttöku. Svar við umsókn um greiðsluþátttöku á að vera í Réttindagátt hjá www.sjukra.is, annars má senda tölvupóst á tannmal@sjukra.is og fá upplýsingar um samþykki fyrir greiðsluþátttöku.

  • Yfirlýsing tannréttingalæknis um framvindu meðferðar og hvenær teinar, spangir eða annað var sett á og fjarlægt.

Ef sjúkdómur barns
  • Læknisvottorð

Kærufrestur

Úrskurð sýslumanns má kæra til dómsmálaráðuneytis. Kærufrestur er 2 mánuðir.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á PDF formi hér.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15