Fara beint í efnið

Á ég rétt á endurhæfingarlífeyri?

Endurhæfingu er ætlað að efla einstakling sem getur ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna slyss eða sjúkdóms með það að markmiði að ná aftur starfshæfni eða auka atvinnuþátttöku. Skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að sækja um endurhæfingu eru: að vera í virkri endurhæfingu undir handleiðslu fagaðila, hafa átt lögheimili á Íslandi í samfellt 12 síðustu mánuði og að hafa fullnýtt veikindaréttindi frá vinnuveitanda og sjúkrasjóði stéttarfélags.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?