Fara beint í efnið

Ég er í námi á Norðurlöndum. Núna er ég heima í fríi og er ósjúkratryggð/ur. Hvað þarf ég að gera?

Námsmenn á Norðurlöndum ber skylda að flytja lögheimili sitt frá Íslandi, þar af leiðandi detta einstaklingarnir úr kerfinu hér á landi. Hinsvegar eiga námsmenn á Norðurlöndunum sem koma til Íslands á meðan á námstíma varir rétt á því að vera tímabundið sjúkratryggðir á meðan þeir dvelja á Íslandi. Senda skal inn umsókn: "Tímabundin sjúkratrygging, námsmenn á Norðurlöndum", ásamt nýrri námsstaðfestingu.

Vinsamlegast sendu inn umsókn og gögn tveimur vikum fyrir komu til landsins í gegnum Gagnaskil einstaklinga.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?