Fara beint í efnið

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Húsnæðisbætur og leigumál

Hvað get ég gert ef ég tel útreikning húsnæðisbóta rangan?

Ef umsækjandi telur útreikning byggðan á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum getur hann sent erindi á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á Mínar síður HMS, með beiðni um endurskoðun.
Erindinu þarf að fylgja rökstuðningur og viðeigandi gögn sem sýna fram á að tekjur og/eða eignastaða hafi breyst verulega frá síðasta útreikningi og forsenda sé fyrir endurskoðun. Mögulegar breytingar og nauðsynleg gögn geta verið:

  • Sala á fasteign – Afrit af söluuppgjöri og önnur gögn sem sýna fram á að eignastaða skv. síðasta skattframtali eigi ekki lengur við.

  • Lögskilnaður – Ef eignastaða hefur breyst í kjölfar lögskilnaðar þarf að senda inn fjárskiptasamning því til staðfestingar.

  • Bankainnistæða hefur breyst frá síðasta skattframtali og veldur skerðingu bóta – Staðfest yfirlit reikninga frá viðskiptabanka.

  • Breyttar fjármagnstekjur – Skýringar og viðeigandi gögn til staðfestingar. Dæmi um breytingar á fjármagnstekjum væru að umsækjandi hafi fengið greiddan arð, söluhagnað eða leigutekjur á fyrra ári en það eigi ekki lengur við.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hafðu samband

Netfang: hms@hms.is

Sími: 440 6400

Afgreiðslu­tími

Mánudaga til fimmtudaga
9:00 til 16:00

Föstudaga
9:00 til 14:00

Heim­il­is­fang

Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki

Hafnarstræti 107, 600 Akureyri

kennitala: 581219-1480