Fara beint í efnið

Að kaupa inn fyrir opinbera aðila

4. Samningsstjórnun

Samningsstjórnun er þegar kaupandi, stofnun eða sveitarfélag, gengur úr skugga um að seljandi uppfylli skilyrði samnings þeirra á milli um kaup á framkvæmdum, vöru eða þjónustu.

Hvernig er samningi stjórnað?

Tekið er fram í samningnum hvernig stjórnun verði háttað.

Dæmi um stjórnun samnings er skylda seljandans til að senda skýrslur og tölfræðiupplýsingar. Einnig geta aðilar samningsins haldið reglulega fundi og átt í samskiptum yfir samningstímann.

Frávik frá samningi

Ef opinberum aðila finnst seljandi hafa vikið frá atriðum í samningnum þarf að skrá þau frávik og gera kröfur um úrbætur.

Alvarleg vanræksla

Ef seljandinn vanrækir skyldur sínar í lengri tíma eða með stórfelldum hætti gæti þurft að grípa til úrræða.

Í samningnum eru tilgreind úrræði sem eru kölluð vanefndarúrræði. Þau geta til dæmis verið krafa um afslátt eða skaðabætur.

Seljandi verður ekki við kröfum

Þegar kaupandi telur að tilmæli um úrbætur séu ekki virt getur verið nauðsynlegt að kaupa lögfræðiþjónustu. Þá er seljandi knúinn til að sinna skyldum sínum með þeim vanefndarúrræðum sem eru möguleg.

Á að kaupa nýsköpun?

Til að auðvelda aðgang nýsköpunarfyrirtækja að opinberu innkaupaferli þarf að passa að stærð og lengd samnings sé ekki hindrun. Samningi er hægt að skipta upp í hluta og það er hægt að semja til eins til tveggja ára. Tryggja þarf að greiðsluáætlun standist.

Tékklisti kaupanda

  • Annast samningstjórnun eftir að samningur kemst á og metur árangur samnings miðað við markmið.

Þjónustuaðili

Ríkis­kaup

Ríkiskaup

Hafðu samband

Sími: 530 1400

Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is

Afgreiðslu­tími

Alla virka daga frá klukkan 9 til 15.

Heim­il­is­fang

Borgartúni 26, 7. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 660169-4749