Fara beint í efnið

Umsókn um sjúkratryggingu

Umsókn um sjúkratryggingu

Vinnsla persónuupplýsinga vegna umsóknar um sjúkratryggingu

Með undirritun sinni á umsókn staðfestir umsækjandi að upplýsingar sem þar eru skráðar séu réttar. Um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við meðferð málsins er farið eftir ákvæðum 50. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, ákvæðum laga um nr. 90/2018 persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og eftir lögum nr. 97/1997 um réttindi sjúklinga, þegar við á. Farið er með allar upplýsingar sem tengjast umsókninni sem trúnaðarmál.

Við vinnslu persónuupplýsinga eru gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi gagnanna. Miðlun gagna fer fram í gegnum öruggar vefgáttir, skv. 50. gr. laga nr. 112/2008. Málsgögn verða varðveitt í öruggu rekstrarumhverfi Sjúkratrygginga. Um varðveislu gagna fer eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Sjúkratryggingum og persónuvernd er að finna í persónuverndarstefnu Sjúkratrygginga.


Söfnun upplýsinga:

Sjúkratryggingar munu við vinnslu umsóknar um sjúkratryggingu afla upplýsinga, ef það er talið nauðsynlegt, frá eftirfarandi stofnunum:

Vinnumálastofnun:

  • Upplýsingar um atvinnuleysisbætur

  • Upplýsingar um atvinnuleysisbætur erlendis (U2 vottorð)

  • Upplýsingar um brottför frá öðru landi til Íslands: Réttur til atvinnuleysisbóta (U1 vottorð)

Skattinum:

  • Upplýsingar um skattgreiðslur (mán/ár)

  • Nafn atvinnurekanda

Tryggingastofnun ríkisins:

  • Upplýsingar um örorkumat (stöðu)

  • Upplýsingar um greiðslur vegna ellilífeyris

  • Upplýsingar um greiðslur vegna örorku (stöðu)

Þjóðskrá Íslands:

  • Upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang

  • Upplýsingar um börn og maka

  • Upplýsingar um síðasta búsetuland

  • Upplýsingar um hvenær viðkomandi var skráður í landið

Í einstaka tilvikum getur verið nauðsynlegt að afla upplýsinga frá sjúkratryggingastofnun í fyrra búsetulandi um tryggingatímabil frá fyrra tryggingalandi (EES ríki), ef slíkar upplýsingar eru fyrir hendi.

Söfnun upplýsinganna byggir á 3. mgr. 34. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og 3. gr. laga nr. 70/2018 um Þjóðskrá Íslands.

Miðlun upplýsinga

Sjúkratryggingar munu miðla upplýsingum um niðurstöðu máls, það er upplýsingum um hvort umsækjandi sé sjúkratryggður eða ekki, til veitenda heilbrigðisþjónustu Tryggingastofnunar ríkisins og annarra stofnana, í samræmi við ákvæði 5. tl. 1. mgr. 9. gr laga nr. 90/2018.

Nánar um umsóknarferlið

Ef ekki reynist unnt að taka ákvörðun um réttindi, bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og endurskoðun þeirra vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum sem rekja má til umsækjanda er sjúkratryggingastofnuninni heimilt að fresta ákvörðun og greiðslu bóta þar til úr því er bætt. Stofnunin skal tafarlaust gera viðkomandi viðvart ef til frestunar kemur og skora á hann að veita nauðsynlegar upplýsingar, sbr. 5. mgr. 34. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. 

Umsókn um sjúkratryggingu

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar