Fara beint í efnið

Með forsjá er lögð áhersla á umönnunar- og verndarþátt foreldraskyldna. Forsjá felur bæði í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja.

Forsjá getur verið sameiginleg eða í höndum annars foreldra. Foreldrar sem eignast börn í hjónabandi eða skráðri sambúð fara sameiginlega með forsjá barna sinna. 

Fæðist barn utan hjúskapar eða skráðrar sambúðar fer móðir ein með forsjá þess.

Skráð forsjá

Samvinna eftir skilnað

Vakin er athygli á þjónustu SES, samvinna eftir skilnað barnanna vegna, sjá vefsíðuna www.samvinnaeftirskilnad.is. Um er að ræða námskeið fyrir foreldra og börn á vefsíðunni og einnig sérhæfða ráðgjöf af hálfu sveitarfélaga, m.a. vegna forsjár og umgengni.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15