Fara beint í efnið

Tjónaökutæki og viðgerðarferill

Tilkynning til ökutækjaskrár um tjónaökutæki

Skráning tjónaökutækja við innflutning

Innflutningur tjónaðra ökutækja

Skráningarskírteini eða tiltilsbréfi sem framvísað er við innflutning á notuðum ökutækjum þarf að veita heimild til notkunar án takmörkunar í landinu sem skráningarskírteinið eða titilsbréfið var gefið út. Þegar fram koma upplýsingar á þessum gögnum um að einhverskonar tjón hafi orðið, eða gæti hafa orðið, á ökutækinu, telst það takmörkun á notkun og nýskráning óheimil.

Ökutæki með eftirfarandi athugasemdir á skráningargögnum er ekki heimilt að skrá hérlendis af þessum ástæðum (ekki tæmandi listi):

  • Má ekki skrá: Collision, Damaged, Dismantled, Fire, Flood, For Parts Only, Gray Market, Hail, Junk , Rebuilt, Rebuilt Salvaged, Reconditioned, Reconstructed, Repaired, Revived Junk, Revived Salvage, Salvage, Scrap, Scrap Vehicle, Total Loss, Totaled, VIN Missing, Water Damage eða Wrecked (ekki tæmandi listi).

Ökutæki með eftirfarandi athugasemdir á skráningargögnum má í flestum tilvikum nýskrá hérlendis en Samgöngustofa mun meta hvert tilvik fyrir sig. Einnig kann að vera gerð krafa í einhverjum tilvikum um að viðbótargögnum verði framvísað (t.d. um vottorð á hjólastöðu eða burðarvirki) eða ökutækið er strax skráð sem "Tjónaökutæki II" (og þarf þá að fara í viðgerð á viðurkenndu réttingaverkstæði). Í þessum tilvikum er skráð sérstök athugasemd á ökutækið við forskráningu um erlend tjónagögn (sem sést alltaf í ferli).

  • Má yfirleitt skrá: Abandoned, Assembled Vehicle, Historic, Theft Recovery, Kit, Replica, Remanufactured, Warranty Returned, Lemon Law Buyback eða Not eligible for plates - no tax paid (ekki tæmandi listi).

Ef aðrar merkingar eru á skráningargögnum en tilgreindar eru hér að framan er mælt með því að haft sé samband við Samgöngustofu til að meta skráningargögn. Mælt er með því að þetta sé gert áður en kaup fara fram og áður en ökutæki er sent til landsins.

Tilkynning til ökutækjaskrár um tjónaökutæki

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa