Fara beint í efnið

Hjón sem eru með börn undir 18 ára aldri á heimilinu þurfa að semja um:

  • forsjá þeirra

  • hvar þau eigi lögheimili

  • framfærslu þeirra

Meginreglan við skilnað er sameiginleg forsjá yfir börnunum þó hægt sé að ákveða að forsjáin verði á hendi annars foreldris. 

Ákveða þarf hvar lögheimili barns skuli skráð í kjölfar skilnaðar og fylgja því ýmis réttindi og skyldur.

Foreldrum er skylt við skilnað að tryggja að réttur barns/barna til framfærslu sé tryggður. 

Ef foreldrana greinir á um forsjá eða lögheimili barnsins er málinu vísað í sáttameðferð

Ef foreldrarnir geta ekki leyst ágreininginn um forsjá og/eða lögheimili í sáttameðferð, verður að leita til dómstóla til að leysa úr honum.

Skilnaðarleyfi verður ekki gefið út nema fyrir liggi samkomulag um forsjá og lögheimili barnanna eða fyrir liggi staðfesting á því að dómsmál hafi verið höfðað um ágreininginn.

Hjónum er ekki skylt að ákveða fyrirkomulag umgengni við skilnað. Í viðtali hjá sýslumanni vegna skilnaðar er leiðbeint um umgengni og getur annað hjóna eða þau bæði óskað eftir því að sýslumaður taki til meðferðar umgengnismál samhliða skilnaðarmáli.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15