Fara beint í efnið

Áætlaður þjóðhagslegur ávinningur af hverju rafrænt þinglýstu veðskuldabréfi er yfir 7.000 krónur og rúmar 3.000 krónur fyrir hverja aflýsingu og felst í því að aðgerðin er rafræn færsla í stað pappírs

Tölfræði rafrænna þinglýsinga

Markmið og ávinningur

Markmið rafrænna þinglýsinga er að bjóða fyrirtækjum upp á hraðvirka og sjálfvirka skráningu réttinda í þinglýsingabækur þegar þau vinna með fjármögnun og viðskipti fasteigna og ökutækja sinna viðskiptavina.

  • Skjótari afgreiðsla og styttri biðtími: Með lausninni er hægt að afgreiða þinglýsingu á nokkrum sekúndum sem áður tók daga eða vikur að afgreiða á pappír. 

  • Dregið úr ferðalögum Ekki þarf lengur að fara handvirkt með pappír til þinglýsingar og með því að nýta rafrænar undirritanir dregur stórlega úr þörfinni á að eiga viðskiptin í persónu. Biðtími í afgreiðslu sýslumanna verður jafnframt að engu.

  • Skilvirkara og gagnsærra verklag Með því að færa reglur og vinnuferla Sýslumanna inn í viðskiptalógík lausnarinnar verða þær um leið skilvirkari og gagnsærri gagnvart notendum þinglýsinga, svosem lánveitendum, fasteignasölum og öðrum hagaðilum. Með villuprófunum má sannreyna skráningarnar fyrirfram og laga vandamál sem annars kynnu að koma upp við þinglýsinguna. Þegar þinglýsingu er lokið fá allir málsaðilar svo senda staðfestingu í stafræna pósthólfið á Ísland.is.

  • Þjóðhagslegur ávinningur: Í upphafi verkefnisins var lagt mat á þjóðhagslegan ávinning af rafrænum þinglýsingum. Þegar handvirkt vinnuframlag sýslumanna, lánveitenda og fasteignasala sem verður óþarft með tilkomu lausnarinnar er tekið saman er áætlaður ávinningur af notkun hennar metinn á bilinu 1,2–1,7 milljarðar króna á ári. Ofan á það bætist svo ávinningur af því að ekki þarf að ferðast með pappírsskjöl á milli aðila og aukinn hraði viðskipta fyrir lánveitendur og fasteignasala.



Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15