Fara beint í efnið

Lögheimili barns

Lögheimili barns með fasta búsetu hjá öðru foreldri

Þegar foreldrar með sameiginlega forsjá hafa ekki samið um skipta búsetu telst barn hafa fasta búsetu hjá öðru foreldrinu, lögheimilisforeldrinu.

Talað er um:

  • Lögheimilisforeldri – foreldrið sem lögheimili barns er skráð hjá

  • Umgengnisforeldri – foreldri sem er ekki með lögheimili barns skráð hjá sér


Áhrif skráningar:

  • Margvísleg áhrif fylgja skráningu lögheimilis hjá foreldri og mikilvægt að kynna sér vel þær reglur áður en samningur um lögheimili er gerður. Skráning lögheimilis hefur meðal annars eftirfarandi áhrif:

  • Lögheimilisforeldri getur farið fram á meðlag frá umgengnisforeldri.

  • Lögheimilisforeldri getur farið fram á sérstakt framlag til framfærslu frá umgengnisforeldri.

  • Barnabætur eru almennt greiddar til þess foreldris sem barn á lögheimili hjá við árslok.

  • Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins s.s. um val á leikskóla, grunnskóla, daggæslu, heilsugæslu og tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð um málefni barnsins.

  • Lögheimilisforeldri getur ákveðið að flytja lögheimili sitt innanlands, og þar með lögheimili barnsins, án þess að afla samþykkis umgengnisforeldris.
    Barnið á rétt til þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem það á lögheimili t.d. leikskóli, grunnskóli og félagsþjónusta.

  • Opinber stuðningur eða réttur til þjónustu eða aðstoðar, kann að ráðast af lögheimili barns.
    Samþykki beggja foreldra með sameiginlega forsjá þarf til þess að barn fari til útlanda.







Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15