Fara beint í efnið

Feðrun barns

Faðerni barns ranglega skráð - Véfengingarmál

Telji barn eða móðir þess að faðerni barns hafi ranglega verið skráð, má höfða dómsmál til véfengingar á faðerni þess. Þá getur faðir sem hefur verið skráður faðir barns vegna þess að það var getið í hjónabandi eða skráðri sambúð höfðað dómsmál til véfengingar á faðerni barns. Að sama skapi getur maður sem telur sig föður barns sem feðrað er öðrum manni, höfðað dómsmál til véfengingar á faðerni þess.  Sé faðir eða sá sem taldi sig föður barns látinn geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað slíkt mál.

Í véfengingarmáli fyrir dómi getur dómari ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn verði gerð á aðilum og barni og einnig aðrar sérfræðilegar kannanir. Þeir sem í hlut eiga eru skyldir til að hlíta blóðtöku og annarri rannsókn.

Véfengingarmáli fyrir dómi getur lokið með afturköllun málsins, dómsátt eða  með dómi. Reynist niðurstaða málsins sú að skráður faðir er ekki faðir barns er tilkynning um það send Þjóðskrá og nafn föður afmáð af fæðingarvottorði barnsins. Er barn þá ófeðrað og er þá hægt að feðra barnið með faðernisviðurkenning eða með því að höfða faðernismál fyrir dómi. 

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15