Fara beint í efnið

Viðurkenning skoðunarstofa og tæknilegs stjórnanda

Samgöngustofa viðurkennir skoðunarstofur til þess að framkvæma reglubundnar skoðanir á ökutækjum og aðrar skoðanir samkvæmt skoðunarhandbók ökutækja. Einnig þurfa skoðunarstöðvar skoðunarstofanna og tæknilegir stjórnendur þeirra að vera viðurkennd hjá Samgöngustofu. Þessu er lýst í reglugerð um skoðun ökutækja.

  • Samgöngustofa veitir viðurkenningar þegar öllum skilyrðum tiltekinnar viðurkenningar er fullnægt.

  • Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt er umsækjandi upplýstur um það með tölvupósti.

Umsókn um viðurkenningu skoðunarstofu

Samgöngustofa viðurkennir skoðunarstofur til þess að framkvæma skoðanir á ökutækjum. Áður er sótt er um viðurkenningu skoðunarstofu þarf hún að vera í umsóknarferli um faggildingu hjá faggildingarsviði Hugverkastofu.

Umsókn um viðurkenningu skoðunarstofu

Ferlið

  1. Skoðunarstofa kemur sér upp aðstöðu, búnaði, starfsfólki og gæðakerfi, og sækir um bráðabirgðafaggildingu til Faggildingarsviðs Hugverkastofu eins og lýst er í 11. grein reglugerðarinnar.

  2. Forsvarsmaður skoðunarstofu sækir um viðurkenningu skoðunarstofu til Samgöngustofu.

  3. Samgöngustofa yfirfer umsókn og tryggir að skoðunarstofa uppfylli allar kröfur sem til hennar eru gerðar samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja, þar á meðal að fyrir liggi staðfesting um bráðabirgðafaggildingu.

  4. Bráðabirgðastarfsleyfi er gefið út af Samgöngustofu.

  5. Fullnaðarviðurkenning er veitt þegar skoðunarstofan hefur öðlast faggildingu hjá Faggildingarsviði Hugverkastofu.

Fylgigögn

  • Upplýsingar um skoðunarstofuna og starfsemi hennar.

  • Samgöngustofa getur óskað eftir öðrum upplýsingum og gögnum.

Kostnaður

Gjald Samgöngustofu fyrir starfsleyfi nýrrar skoðunarstofu er innheimt í tímagjaldi samkvæmt gjaldskrá, 11.008 krónur á klukkutíma.


Umsókn um viðurkenningu skoðunarstöðvar

Skoðun ökutækja fer fram í einni eða fleiri skoðunarstöðvum skoðunarstofu. Við opnun nýrra skoðunarstöðva (eða flutning á skoðunarstöð í annað húsnæði) þarf Samgöngustofa að stofna skoðunarstöðina sem viðurkennda skoðunarstöð í ökutækjaskrá.

Umsókn um viðurkenningu skoðunarstöðvar

Ferlið

  1. Skoðunarstofa tilkynnir um aukið umfang til Faggildingarsviðs Hugverkastofunnar.

  2. Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu sækir um umsókn um viðurkenningu skoðunarstöðvar til Samgöngustofu.

  3. Samgöngustofa veitir viðurkenningu að uppfylltum skilyrðum um aðstöðu og tækjabúnað samkvæmt viðauka I í reglugerð um skoðun ökutækja. Einnig staðfestir Samgöngustofa að skoðunarstöðinni hafi verið bætt inn í umfang faggildingar skoðunarstofu.

Fylgigögn

  • Upplýsingar um skoðunarstöðina og staðsetningu hennar.

  • Samgöngustofa getur óskað eftir öðrum upplýsingum og gögnum.

Kostnaður

Gjald Samgöngustofu fyrir skráningu nýrrar skoðunarstöðvar er innheimt í tímagjaldi samkvæmt gjaldskrá, 11.008 krónur á klukkutíma.


Umsókn um viðurkenningu tæknilegs stjórnanda skoðunarstofu

Tæknilegur stjórnandi skoðunarstofu skal vera viðurkenndur af Samgöngustofu. Tæknilegur stjórnandi er jafnframt tengiliður skoðunarstofunnar við Samgöngustofu.

Umsókn um viðurkenningu tæknilegs stjórnanda skoðunarstofu

Ferlið

  1. Verðandi tæknilegur stjórnandi sækir grunnnámskeið fyrir skoðunarmenn hjá viðurkenndri þjálfunarstöð.

  2. Forsvarsmaður skoðunarstofu eða fráfarandi tæknilegur stjórnandi sækir um viðurkenningu tæknilegs stjórnanda skoðunarstofu hjá Samöngustofu.

  3. Samgöngustofa yfirfer umsókn og tryggir að viðkomandi uppfylli kröfur til tæknilegs stjórnanda samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja.

Fylgigögn

  • Staðfesting á menntun viðkomandi eins og lýst er í 26. grein reglugerðarinnar.

  • Staðfesting á starfsreynslu viðkomandi eins og lýst er í 26. grein reglugerðarinnar.

  • Staðfesting á þjálfun frá viðurkenndri þjálfunarstöð (á að hafa lokið grunnnámskeiði fyrir skoðunarmenn) eins og lýst er í 29. grein reglugerðarinnar.