Fara beint í efnið

Veikindi – leitað til læknis

Heilsugæslan veitir öllum heilbrigðisþjónustu. Þar getur almenningur gengið að vísri þjónustu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og fengið ráðgjöf og leiðbeiningar.

Á Heilsuveru finnurðu fræðsluefni um sjúkdóma, forvarnir og fyrirbyggjandi leiðir til heilbrigðara og betra lífs. Þú getur skráð þig inn á "mínar síður" þar sem bóka má tíma, endurnýja lyf, eiga örugg samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og fleira.

Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslunnar svarar í síma 1700 allan sólarhringinn auk þess að svara netspjalli Heilsuveru milli 8 og 22 alla daga vikunnar. Þar getur fólk af landinu öllu fengið ráðleggingar hjúkrunarfræðinga vegna veikinda og sjúkdómseinkenna.

Neyðartilvik

Neyðarnúmerið 112 (einn, einn, tveir) svarar öllum símtölum vegna neyðartilvika og aðstoðarbeiðna og sinnir allri neyðarþjónustu, allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins tekur á móti veikum börnum og unglingum til 18 ára aldurs allan sólarhringinn eftir tilvísun frá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður.
Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins

Á höfuðborgarsvæðinu er móttaka hjá Læknavaktinni utan dagtíma virka daga frá kl. 17:00–22:00 og frá kl. 9–22:00 um helgar og helgidaga.

Vitjanaþjónusta Læknavaktarinnar er starfrækt frá kl. 17 til 23.30 virka daga og frá kl. 8 til 23.30 um helgar og helgidaga.

Heilsugæsla og vaktþjónusta

Þegar leita þarf til læknis eða fá upplýsingar vegna bráðra eða langvinnra veikinda og minni háttar slysa eru nokkrar leiðir færar.

Hafa samband við heilsugæslustöð/heilbrigðisstofnun á þjónustutíma, þ.e. dagtíma virka daga. Á landsbyggðinni er misjafnt hvenær heilsugæslustöðvar eru opnar, sumar eru opnar daglega, aðrar sjaldnar. Nánari upplýsingar fást á vefjum stöðva og stofnana.

Á heilsugæslustöðvum eru læknar með fastan símatíma. Nánari upplýsingar fást á vefjum stöðva.

Á flestum heilsugæslustöðvum í þéttbýli eru síðdegisvaktir í nokkra tíma eftir að almennum þjónustutíma lýkur.

Á höfuðborgarsvæðinu er Læknavaktin starfrækt utan dagtíma virka daga frá kl. 17:00 – 22:00 og 09.00 - 22:00 um helgar og frídaga.
Læknavaktin

Barnalæknaþjónustan er í Orkuhúsinu, Urðarhvarfi 8. Vaktin er frá kl. 17-22 alla virka daga og frá kl. 11-15 um helgar. Tímapantanir í síma 563-1010 frá kl. 12:30 alla virka daga og 10:30 um helgar.
Barnalæknaþjónustan

Á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni er læknir ávallt á vakt. Nánari upplýsingar fást á vefjum heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa.

Panta tíma hjá viðeigandi sérgreinalækni.

Vert að skoða