Fara beint í efnið

Veðbandslausn að hluta

Þú getur sótt um veðbandslausn að hluta ef þú vilt skipta upp eigninni sem þú hefur fengið lán fyrir hjá HMS. Þá er hluti eignarinnar leystur undan veðböndum lánsins á meðan þú heldur láninu.

Dæmi

  • Þú vilt selja lóð eða jörð sem tilheyrir fasteign.

  • Þú vilt selja kjallarann í húsinu.

Skilyrði

  • Veðrými eftir breytingar eða skerðingu veðs verður að vera nægjanlegt fyrir áhvílandi lán.

  • Sameiginleg uppreiknuð fjárhæð eftirstöðva lánsins fer ekki yfir 80% af markaðsvirði eignarinnar.

Sækja um

Áður en þú sækir um verður þú að gera nýjan eignaskiptasamning hjá byggingarfulltrúa. Auk þess þarftu að greiða fyrir skráningu á nýju fasteignanúmeri í Fasteignaskrá hjá HMS fyrir eignina sem verður til við breytingarnar.

Sækja um Veðbandslausn að hluta

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Yfirlit yfir stöðu annarra lána sem hvíla fyrir framan lán HMS á eigninni.

  • Afrit af stofnskjali lóðarhluta, lýsing á eignarhluta eða fasteignanúmeri fasteignar.

Ráðgjafi HMS mun hafa samband með tölvupósti og óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á.

Umsókn um veðbandslausn að hluta samþykkt

  1. Þú færð tölvupóst þegar umsókn um veðbandslausn að hluta hefur verið samþykkt.

  2. Þegar skjöl eru tilbúin er hægt að nálgast þau á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21 eða fá þau send með ábyrgðarpósti ef þú býrð á landsbyggðinni.

  3. Þegar skjölunum hefur verið þinglýst skilar þú þeim aftur til HMS.

Þú getur selt eignarhlutann sem leystur var undan veðböndum.

Umsókn um veðbandslausn að hluta synjað

Þú færð bréf með skýringum á ástæðum synjunar á Mínar síður á Ísland.is.

Ef þú telur niðurstöðuna ranga getur þú kært hana til úrskurðarnefndar velferðarmála.