Fara beint í efnið

Barnalífeyrir

Umsókn um barnalífeyri

Barnalífeyrir er framfærsla með börnum yngri en 18 ára og greiðist foreldrum eða framfærendum að uppfylltum skilyrðum.

Réttur til barnalífeyris

Þú getur sótt um barnalífeyri ef:

  • þú ert örorku-, endurhæfingar- eða ellilífeyrisþegi,

  • foreldri er látið,

  • barn er ófeðrað,

  • hitt foreldri barns afplánar dóm og afplánun hefur varað að minnsta kosti þrjá mánuði. Á einungis við foreldra í hjúskap eða staðfestri sambúð.

Réttur getur verið til staðar vegna beggja foreldra, til dæmis ef annað foreldri er með örorkumat og hitt foreldri er látið. Þá er heimilt að greiða tvöfaldan barnalífeyri.

Foreldrar með örorkustyrk geta fengið greidda 75 prósent af upphæð barnalífeyris fyrir hvert barn en þær greiðslur eru tekjutengdar og falla niður ef greiðslur örorkustyrks falla niður vegna tekna.

Stjúp- og kjör foreldrar eiga rétt á barnalífeyri vegna stjúp- og kjörbarna ef barnið á ekki framfærsluskylt foreldri á lífi.

Búsetuskilyrði

Skilyrði er að annað hvort foreldri eða barnið sjálft hafi haft búsetu á Íslandi í að minnsta kosti þrjú ár. Undanþága gildir frá þriggja ára reglunni ef flutt er frá ríki þar sem gildir samningur um réttindi almannatrygginga.

Fjárhæð barnalífeyris

Upphæð barnalífeyris er 46.147 krónur á mánuði. Barnalífeyrir er ekki skattskyldur.

Fyrirkomulag greiðslna

Barnalífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar.

Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.

Meðlagsskyldir lífeyrisþegar þar sem meðlag er greitt með milligöngu TR fá barnalífeyri ekki greiddan beint til sín heldur fer hann upp í meðlagsgreiðslurnar.

Umsókn um barnalífeyri

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun