Sjúkrahótel og íbúðir

Sjúkrahótel er millistig milli sjúkrahúss og hótels. Þar dveljast sjúklingar í endurhæfingu og þeir sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að sækja þjónustu utan heimabyggðar.

Sjúkrahótel og íbúðir ætlaðar aðstandendum

  • Sjúkrahótel Landspítala við Hringbraut ætlað þeim sem heilsu sinnar vegna eða aðstandenda verða að dvelja fjarri heimili vegna meðferðar og rannsókna.
  • Hótelið nýtist líka þeim sem verið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Dvöl er háð tilvísun lækna og hjúkrunarfræðinga.
  • Landspítali hefur yfir að ráða nokkrum íbúðum sem sjúklingum utan af landi og aðstandendum þeirra standa til boða á höfuðborgarsvæðinu.
  • Barnaspítali Hringsins hefur umsjón með nokkrum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sem leigðar eru til foreldra sjúkra barna utan af landi.
    Íbúðir fyrir aðstandendur
  • Upplýsingar um greiðslu fyrir afnot af íbúð fást hjá tengiliðum.
Upplýsingar um sjúkrahótel

Vert að skoða

Lög og reglugerðir