Fara beint í efnið

Styrkir og stuðningsmöguleikar

Ýmsir innlendir og erlendir styrkir og stuðningsmöguleikar standa einstaklingum og fyrirtækjum til boða.

Fyrirtækjum og einstaklingum standa til boða ýmsir styrkir og stuðningsmöguleikar. Um er að ræða allt frá litlum frumkvöðlastyrkjum til stórra evrópskra áætlana í fjölmörgum atvinnugreinum.

Einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir geta sótt um. Styrkirnir og stuðningsmöguleikarnir eru á mörgum sviðum, til dæmis á sviði menningar og skapandi greina, orku, byggðamála og nýsköpunar.

Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að finna upplýsingar um innlenda, norræna og evrópska styrki og stuðningsmöguleika.