Fara beint í efnið

Nafnskírteini

Allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri og búsetu geta sótt um og fengið útgefið nafnskírteini.

Nafnskírteini sem ferðaskilríki

Nafnskírteini sem eru ferðaskilríki er hægt að framvísa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í stað þess að framvísa vegabréfi. Nafnskírteinin staðfesta handhafa kortsins og ríkisfang. Skírteinin eru með örgjörva líkt og vegabréf og fylgja alþjóðlegum stöðlum og ESB-reglugerð.

Munurinn á nafnskírteinum sem ferðaskilríkjum og vegabréfum, er að vegabréf gilda sem ferðaskilríki til allra landa í heiminum en nafnskírteinin gilda innan landa Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

Nafnskírteini ekki sem ferðaskilríki

Nafnskírteini sem ekki eru ferðaskilríki, gilda sem persónuskilríki og staðfesta persónu handhafa. Nafnskírteinin sýna ekki ríkisfang og eru ekki gild sem ferðaskilríki.

Hvernig er sótt um nafnskírteini?

Umsækjandi skal í öllum tilvikum mæta í eigin persónu á umsóknarstað.
Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.

Þó að umsækjandi eigi gilt vegabréf með mynd þarf viðkomandi samt að mæta í eigin persónu á umsóknarstað bæði innanlands og erlendis til að sækja sérstaklega um nafnskírteini. EKKI er hægt að nota sömu mynd og er í vegabréfinu.

Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér:

  • Persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini.

  • Greiðslu fyrir nafnskírteinið.

Ef umsækjandi á ekki löggilt skilríki vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini þarf umsækjandi ásamt tveim vitundarvottum að koma á umsóknarstað, fylla út sannvottun einstaklings og votta í viðurvist að umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Vitundarvottar þurfa að hafa meðferðis löggilt skilríki, vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini.

Umsóknarferli

Börn yngri en 13 ára

  • Nafnskírteini sem ferðaskilríki

Forsjáraðilar fylla út umsókn V-951 og taka með á umsóknarstað.

Forsjáraðilar þurfa að mæta ásamt barni þegar sótt er um nafnskírteini sem ferðaskilríki.

Komist annar forsjáraðili ekki á umsóknarstað þarf hann að fylla út eyðublað V-951 í viðurvist tveggja votta sem einnig rita nafn sitt á skjalið. Hinn forsjáraðilinn tekur það með sér á umsóknarstað.

Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað.

Forsjáraðilar geta veitt 3ja aðila umboð til að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki fyrir þeirra hönd. Þá skal fylla út eyðublað V-951 ásamt fylgiskjali.

Fari forsjáraðili einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar og staðfestir Þjóðskrá að viðkomandi fari einn með forsjá.

  • Nafnskírteini ekki sem ferðaskilríki

Forsjáraðili fyllir út umsókn V-952 og taka með á umsóknarstað.

Þegar sótt er um nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki er nóg að einn forsjáraðili skrifi undir samþykki fyrir útgáfu þess.

Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað.

Forsjáraðili getur veitt 3ja aðila umboð til að sækja um nafnskírteini ekki sem ferðaskilríki fyrir þeirra hönd. Þá skal fylla út eyðublað V-952 ásamt fylgiskjali.

Börn 13 ára og eldri

  • Nafnskírteini sem ferðaskilríki

Forsjáraðilar fylla út umsókn V-951 og taka með á umsóknarstað.

Forsjáraðilar þurfa að mæta ásamt barni þegar sótt er um nafnskírteini sem ferðaskilríki.

Komist annar forsjáraðili ekki á umsóknarstað þarf hann að fylla út eyðublað V-951 í viðurvist tveggja votta sem einnig rita nafn sitt á skjalið. Hinn forsjáraðilinn tekur það með sér á umsóknarstað.

Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað.

Forsjáraðilar geta veitt 3ja aðila umboð til að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki fyrir þeirra hönd. Þá skal fylla út eyðublað V-951 ásamt fylgiskjali.

  • Nafnskírteini ekki sem ferðaskilríki

Börn 13 ára og eldri mæta á umsóknarstað og sækja um nafnskírteini ekki sem ferðaskilríki og þurfa ekki að hafa meðferðis samþykki forsjáraðila.

Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað og þarf umsækjandi því að auðkenna sig með einu af eftirtöldu:

Afhending og verð

Fyrir einstaklinga 18 ára og eldri

  • 9.200 kr.

  • Hraðafgreiðsluverð: 18.400 kr.

Fyrir börn, öryrkja og aldraða

  • 4.600 kr.

  • Hraðafgreiðsluverð: 9.200 kr.

Sama verð er fyrir nafnskírteini hvort sem þau eru sem ferðaskilríki eða ekki

Hægt verður að sækja tilbúið nafnskírteini til Þjóðskrár, sýslumannsembættis eða fengið það sent með pósti á lögheimili erlendis.

Afgreiðslutími nafnskírteina er allt að 6 virkir dagar frá því að umsókn er skilað inn.

Ef einstaklingur óskar eftir að fá útgefið nýtt skírteini í stað skemmds skírteinis, afhendir hann það Þjóðskrá eða sýslumanni og skal það eyðilagt við móttöku.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15