Fara beint í efnið

Kvörtun til umboðsmanns Alþingis

Senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis

Starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en aðeins til einkaaðila að því marki sem þeim hefur með lögum verið fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Til umboðsmanns má því kvarta yfir ákvörðunum, úrlausnum, málsmeðferð og háttsemi ráðuneyta, ríkisstofnana og annarra aðila, sem fást við stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.

Áður en hægt er leita til umboðsmanns þarf að nýta þær kvörtunar- og kæruleiðir sem tiltækar eru í stjórnsýslunni. Kvörtun þarf einnig að berast innan árs frá þeirri ákvörðun eða atviki sem hún beinist að og er þá miðað við úrlausn æðra stjórnvalds ef henni er til að dreifa.

Nánar á vef umboðsmanns Alþingis.

Senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis