Fara beint í efnið

Háskólamenntun

Háskólar ráða sjálfir starfsemi sinni að öðru leyti en því sem kveðið er á um í lögum, reglum og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.

Uppbygging háskólamenntunar

Menntastofnunin háskóli samanstendur af margs konar námsdeildum og skorum innan þeirra, rannsóknastofnunum og setrum og ýmis konar þjónustustofnunum og skrifstofum.

Mennta- og menningarmálaráðherra setur reglur um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Háskóli sér um innra mat en ráðherra ákveður um ytra mat.

Formleg viðmið um æðri menntun og prófgráður eru gefin út af mennta- og menningarmálaráðherra. Fyrirkomulag um kennslu, rannsóknir, nám og námsmat er ákveðið innan háskóla.

Viðurkenndar námsgráður eru diplóma, bakkalárgráður sem veittar eru að loknu grunnnámi, meistaragráður veittar að loknu eins eða tveggja ára framhaldsnámi og doktorsgráður að loknu umfangsmiklu rannsóknartengdu framhaldsnámi.

Stúdentaráð eru starfandi við flesta háskólana og gæta þau hagsmuna nemenda jafnt utan skóla sem innan. Þá eru starfandi nemendafélög við deildir háskóla.

Innan háskólanna er boðið upp á námsráðgjöf handa nemendum og verðandi nemendum. Meðal annars er veitt ráðgjöf um námsval, vinnubrögð og fleira sem viðkemur námi.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir