Fara beint í efnið

12. febrúar 2021

Umsókn um starfsnám í lögreglufræðum

Hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa sem lögreglumenn að sækja um. Umsókn um starfsnám hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar (MSL) verður í annað árið í röð á Ísland.is fyrir nám 2021-2023.

Lögreglan

Umsókn um starfsnám hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar (MSL) verður í annað árið í röð á Ísland.is fyrir nám 2021-2023.

Starfsnám í lögreglufræðum er mikilvægur þáttur í lögreglufræðanáminu en til þess að öðlast starfsréttindi sem lögreglumaður verða nemar að ljúka starfsnáminu. Áhersla er lögð á verklega lögreglutengda þjálfun undir handleiðslu reyndra lögreglumanna og raunhæf verkefni með innsýn í störf rannsóknarlögreglu.  

Nemendur sem sem hafa áhuga þurfa fyrst að sækja um lögreglufræðinám rafrænt á vefsíðu Háskólans á Akureyri. Standist umsækjandi skilyrði HA um háskólavist fær hann póst í gegnum umsóknargátt sína þar sem hann getur sótt um starfsnám hjá MSL í gegnum Ísland.is. Í fyrra sóttu 260 um starfsnám.

  •  Nauðsynlegt er að sækja um starfsnámið hjá bæði Háskólanum á Akureyri og Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, annars telst umsóknin ekki fullgild.

Lögreglubíll

Hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa sem lögreglumenn að sækja um og kynna sér vel umsóknar- og inntökuferlið á heimasíðu MSL

Umsóknarfresturinn er frá 15.febrúar 2021 til og með 9.apríl 2021.

Hægt er að senda fyrirspurnir í tengslum við starfsnámið á netfangið starfsnam@logreglan.is