Fara beint í efnið

15. janúar 2021

Hamfarirnar á Seyðisfirði - upplýsingasíða

Markmiðið er að taka saman upplýsingar fyrir íbúa á svæðinu um verkefni í framkvæmd og fyrirhuguð verkefni ríkisaðila á Seyðisfirði vegna hamfaranna.

seydisfjordur visitseydisfjordur

Sett hefur verið upp sérstök upplýsingasíða á vefsvæðinu Ísland.is vegna hamfaranna sem urðu á Seyðisfirði í desember sl. Þar er að finna upplýsingar um verkefni á vegum stjórnvalda og ýmissa stofnana sem þegar eru í framkvæmd og eru fyrirhuguð vegna hamfaranna.

Upplýsingasíðan er á vegum starfshóps sem ríkisstjórnin skipaði til að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar sex ráðuneyta en auk þess starfa með hópnum Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild embættis ríkislögreglustjóra og Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar og tengiliður við sveitarfélagið Múlaþing.

Á upplýsingasíðunni er að finna svör við ýmsum spurningum vegna hamfaranna og verða svör uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar. Þá munu svör við nýjum spurningum bætast við eftir því sem þurfa þykir.