Fara beint í efnið

18. maí 2022

GovJam vinnustofa á degi opinberrar nýsköpunar

Stafrænt Ísland er einn bakhjarla Innovation Week þetta árið enda nýsköpun mikilvægur þáttur í verkefnum verkefnastofunnar.

GovJam

Stafrænt Ísland er einn bakhjarla Innovation Week þetta árið enda nýsköpun mikilvægur þáttur í verkefnum verkefnastofunnar.

Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands hélt erindi á opnunarviðburði Innovation Week sem fór fram í Grósku þann 16.maí.

Á degi opinberrar nýsköpunar þann 17.maí stóð Stafrænt Ísland fyrir GovJam vinnustofu þar sem fólk var hvatt til þátttöku í hugarflugi um hvar megi bæta opinbera þjónustu með stafrænum lausnum.

Opinber þjónusta er okkur öllum mikilvæg og gafst almenningi tækifæri til að miðla hugmyndum sínum um hvernig megi einfalda líf fólks með stafrænum lausnum. Sérfræðingar Stafræns Íslands leiddu vinnustofuna.

Á degi opinberrar nýsköpunar tók Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi sömuleiðis þátt í umræðum ásamt Fjólu Maríu Ágústsdóttur leiðtoga stafræns þróunarteymis hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga. Samtal þeirra snéri að samstarfsverkefnum Stafræns Íslands og Sambandsins og grænna áhrifa þeirra undir yfirskriftinni: Hvaða grænu áhrif getur stafræn umbreyting haft hjá hinu opinbera?