Fara beint í efnið

16. apríl 2021

Blái takkinn einfaldar líf fólks!

Raun hagræðing og einföldun líf fólks með bláum umsóknartakka Ísland.is má auðveldlega reikna út frá meðfylgjandi tölfræði.

Bílar í umferð

Unnið er að opnu mælaborði þar sem hægt verður að fylgjast með þeim verkefnum sem fara í rafræna og stafræna ferla hjá Ísland.is. Mikilvægt er að halda utan um slíka tölfræði því margar litlar breytingar hafa jú mikil áhrif þó breytingin ein og sér sé vart merkjanleg.

Það að 67% sakavottorða sé þegar komið í rafrænan feril nokkrum mánuðum eftir að ferlið varð rafrænt sýnir svo sannarlega þörfina. Fjöldin þarna að baki er að meðaltali um 500 á mánuði það sem af er ári. Það þýðir að 500 einstaklingar þurftu ekki að gera sér ferð í afgreiðlsu sýslumanna á mánuði. Handavinnu sýslumanna fyrir hvern feril fækkaði um sömu tölu og pappírsnotkun sömuleiðis.

blai saka

Endurnýjun umsóknar og nýskráningar um heimagistingar er annað dæmi um umsókn sem vindur uppá sig en fyrstu þrjá mánuði ársins fóru 747 umsóknir í gegn um bláa takak Ísland.is. Þetta eru ansi margar bílferðir, handtök og pappír sem sparast þarna.

blai heimagisting

Þriðja dæmið er umsókn um búsforræðisvottorð en það sem af er ári eru rafrænar umsóknir að nálgast 62%. Dómsýslan hefur umsjón með búsforræðisvottorðum sem voru í heildina um 833 fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er því ljóst að þetta eru sömuleiðis ansi margar bílferðir, handtök og mikið af pappír sem sparast.

blai busforraedi

Þessi þrjú litlu dæmi eru bara brot af fjölda ferla sem áður fólu í sér akstur milli staða með pappíra en eru nú að finna í bláum umsóknartökkum á Ísland.is.

Markmiðin að einfalda líf fólks og stuðla að jákvæðum umhverfisáhrifum eru að skila sér til umsækjena og þjónustuaðila.