Fara beint í efnið

Leyfi til reksturs ferðaskrifstofu

Ferðaskrifstofa er aðili, hvort sem er einstaklingur eða lögaðili, sem setur saman, skipuleggur, býður og/eða selur pakkaferðir eða hefur milligöngu um sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni, hvort sem er að eigin frumkvæði eða eftir beiðni viðskiptavinar, innanlands eða erlendis.

Leyfi Ferðamálastofu þarf til að starfrækja ferðaskrifstofu. Sækja ber um leyfi a.m.k. tveimur mánuðum áður en fyrirhuguð starfsemi á að hefjast. Útgefið leyfi er ótímabundið.

Sala pakkaferða og samtengdrar feðratilhögunar er tryggingarskyld. Allir sem selja pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun verða að hafa tryggingar fyrir slíkri sölu. Tryggingarfjárhæðin er endurreiknuð árlega. Árlegt endurmat tryggingarfjárhæða ferðaskrifstofa

Umsókn um leyfi

Umsóknir um leyfi til reksturs ferðaskrifstofu eru tvenns konar, annars vegar fyrir lögaðila og hins vegar fyrir einstaklinga.

  • Vinsamlegast athugið að ef sótt er um í nafni fyrirtækis þarf prókúruhafi fyrirtækisins að sækja um en nálgast má upplýsingar um prókúruskráningu hjá Skattinum.

Umsókn um leyfi lögaðila til reksturs ferðaskrifstofu

Umsókn einstaklings um leyfi til reksturs ferðaskrifstofu

Trygging samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun

Endurmat tryggingafjárhæðar 2022

Beiðni um niðurfellingu ferðaskrifstofuleyfis

Beiðni um niðurfellingu ferðaskrifstofuleyfis einstaklings

Beiðni um niðurfellingu ferðaskrifstofuleyfis lögaðila

Breyting á forsvarsmanni

Beiðni um breytingu á forsvarsmanni



Þjónustuaðili

Ferða­mála­stofa