Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir au pair

Dvalarleyfi fyrir au pair

Skilyrði


Allir umsækjendur um dvalarleyfi þurfa

  • að geta sannað á sér deili með gildu vegabréfi

  • að gefa réttar upplýsingar um tilgang dvalarinnar á Íslandi

  • að uppfylla eftirfarandi grunnskilyrði


Sérstök skilyrði fyrir umsækjanda um vistráðningu

  • Þú ert á aldrinum 18 til 25 ára þegar umsókn er lögð fram.

    • Athugið að miðað er við afmælisdag umsækjanda. Umsókn verður synjað ef hún er lögð inn fyrir 18 ára afmælisdag eða eftir 25 ára afmælisdag umsækjanda.

  • Þú ætlar ekki að setjast að á landinu.

  • Þú hefur gert samning við vistfjölskyldu sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru.

  • Þú hefur ekki fjölskyldutengsl við vistfjölskylduna.

Skilyrði sem vistfjölskylda þarf að uppfylla

  • Vistfjölskylda þarf að samanstanda af hjónum eða sambúðarmökum með barn/börn eða einstæðu foreldri með barn/börn.

  • Að minnsta kosti einn fullorðinn fjölskyldumeðlimur þarf að vera með íslenskt ríkisfang eða ótímabundið dvalarleyfi. Það þýðir að par eða hjón með tímabundin dvalarleyfi geta ekki verið vistfjölskylda og einstætt foreldri með tímabundið dvalarleyfi getur heldur ekki verið vistfjölskylda.

  • Ekki mega vera fjölskyldutengsl milli vistfjölskyldu og au pair.

  • Vistfjölskylda má aðeins hafa einn einstakling sem au pair í einu.

  • Vistfjölskylda þarf að útvega au pair fæði og læsanlegu sérherbergi með glugga, au pair að kostnaðarlausu.

  • Vistfjölskylda þarf að sýna fram á fullnægjandi framfærslu fyrir au pair.

  • Vistfjölskylda þarf að greiða au pair að lágmarki 15.000 krónur á viku í vasapeninga.

  • Útlendingastofnun má óska eftir upplýsingum um vistfjölskyldu, meðal annars um fjárhagsaðstoð og aðra aðstoð frá félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags, og upplýsinga um sakaferil, innan lands og erlendis, ef stofnunin telur ástæðu til.

Dvalarleyfi fyrir au pair

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun