Fara beint í efnið
Ísland.isFjölskylda og velferð

Breyting á forsjá

Barn á lögum samkvæmt rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja. Mörg ár eru síðan hætt var að segja í lögum að foreldrar hefðu forræði yfir börnum sínum. Með orðinu forsjá er lögð áhersla á umönnunar- og verndarþátt foreldraskyldna.

Foreldrar geta samið um breytingu á forsjá eða lögheimili barns þannig að forsjá eða lögheimili flytjist frá öðru foreldri til hins eða að samningur um sameiginlega forsjá falli niður og forsjá verði í höndum annars foreldris.

Beiðni um breytingu á forsjá