Fara beint í efnið

Um atvinnuleyfi

Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar þurfa ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Það sama gildir um ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Aðrir ríkisborgarar þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins.

Almennt um atvinnuleyfi

Með samningnum um EES hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að veita launamönnum, sem eru ríkisborgarar aðildarríkja EES, forgang að innlendum vinnumarkaði.

Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið.

Atvinnurekandinn skilar inn atvinnuleyfisumsókn, ásamt umsókn útlendingsins um dvalarleyfi til Útlendingastofnunar.

Ýmsar upplýsingar um atvinnuleyfi og atvinnuréttindi útlendinga

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun