Fara beint í efnið

Hvernig sæki ég um P-merki stafrænt?

Stafræn umsókn er nú til staðar á Ísland.is.

Læknir staðfestir þörf á stæðiskorti og sendir læknisvottorð rafrænt til sýslumanns. Það á bæði við um þegar sótt er um í fyrsta sinn, sem og við endurnýjun. Í framhaldinu skráir þú þig inn í umsóknina með rafrænum skilríkjum og fyllir út umsókn um stæðiskort. Ef sótt er um fyrir barn velur forsjáraðili það barn sem um ræðir og heldur umsóknarferli áfram, alltaf þarf að hlaða inn mynd af barni.

Í umsóknarferlinu þarf að velja:
• hvort mynd sé sótt úr ökuskírteinaskrá
• hvort mynd sé hlaðið inn
• hvort senda eigi kortið heim eða sækja á valda skrifstofu sýslumanna

Athugaðu að þú hafir verið búin að verða þér úti um rafrænt læknisvottorðið áður en umsóknin er útfyllt annars kemur eftirfarandi villa; "Ekki tókst að sækja gögn".

Ef frekari spurningar vakna má leita til Sýslumanns.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: