Fara beint í efnið

Hvernig sæki ég um gjafsókn?

Hægt er að senda inn umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn í gegnum ísland.is.

Allir þeir sem ætla sér að sækja um gjafsókn sækja um almenna nema í eftirfarandi tilfellum er sótt um lögbundna:

  • Í málum þar sem einstaklingur fer fram á bætur fyrir handtöku, leit á manni eða í húsi, hald á munum, rannsókn á heilsu manns, gæsluvarðhalds eða vegna annarra aðgerða sem hafa frelsissviptingu í för með sér.

  • Mál á grundvelli barnaverndarlaga. Sem dæmi um málefni sem barnaverndarlög fjalla um má nefna fóstur barns, vistun barns og forsjársviptingu.


Þegar umsókn er lokið á Ísland.is er hún send til Dómsmálaráðuneytisins.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: