Stafræn vinnuvélaskírteini eru fyrir alla sem eru með íslensk vinnuvélaréttindi og eiga snjallsíma. Skírteinin sanna fyrir lögreglu að stjórnandi ökutækis sé með gild vinnuvélaréttindi en á þeim koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum vinnuvélaskírteinum.
Í véla- og fyrirtækjaeftirliti Vinnueftirlitsins er jafnframt óskað eftir því að vinnuvélaskírteini sé framvísað.
Skírteinin gilda aðeins á Íslandi.
Þau eru fyrir notendur Android og iOS-síma en eingöngu er hægt að setja þau upp á einu símtæki í einu. Ef þau er sett upp í öðrum síma afvirkjast þau í tækinu sem þau voru í áður.
Hvernig er sótt um og nánari upplýsingar
Sótt er um stafrænt vinnuvélaskírteini hér að ofan. Notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notenda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundis birtist tengill til að sækja skírteinið í símann.
Notendum Android-síma er bent á að sækja veski (e. Wallets) í símann áður en stafrænu vinnuvélaskírteini er hlaðið niður. Það er þegar til staðar í iPhone símum.
Tengt efni
Þjónustuaðili
Vinnueftirlit ríkisins