Stafrænt vinnuvélaskírteini
Stafræn vinnuvélaskírteini eru fyrir alla sem eru með íslensk vinnuvélaréttindi og eiga snjallsíma. Skírteinin sanna fyrir lögreglu að stjórnandi ökutækis sé með gild vinnuvélaréttindi en á þeim koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum vinnuvélaskírteinum.
Í véla- og fyrirtækjaeftirliti Vinnueftirlitsins er jafnframt óskað eftir því að vinnuvélaskírteini sé framvísað.
Skírteinin gilda aðeins á Íslandi.
Þau eru fyrir notendur Android og iOS-síma en eingöngu er hægt að setja þau upp á einu símtæki í einu. Ef þau er sett upp í öðrum síma afvirkjast þau í tækinu sem þau voru í áður.
Skírteinin hafa bæði framhlið og bakhlið. Á framhlið er að finna persónuupplýsingar skírteinishafa og útgáfudag en á bakhliðinni koma fram þeir réttindaflokkar sem viðkomandi er með og gildistími þeirra.
Hvernig er sótt um og nánari upplýsingar
Sótt er um stafræn vinnuvélaskírteini hér að neðan. Notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notenda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundis birtist tengill til að sækja skírteinið í símann.
Notendum Android-síma er bent á að sækja veski (e. Wallets) í símann áður en stafrænu vinnuvélaskírteini er hlaðið niður. Það er þegar til staðar í iPhone símum.
Þeim sem eru með A-, B-, D- og P-réttindi er bent á að kanna útgáfudag skírteinis og gildistíma réttinda á bakhlið. Ef meira en tíu ár eru liðin frá útgáfu skírteinis gæti verið að réttindin séu útrunnin. Þá þarf að sækja um endurnýjun áður en stafrænu skírteinin eru sótt.
Vinnueftirlitið sér um útgáfu og endurnýjun vinnuvélaréttinda.