Upplýsingar um auglýsingu
Deild
C deild
Stofnun
Utanríkisráðuneytið
Málaflokkur
Fjölþjóðasamningar
Undirritunardagur
5. febrúar 2024
Útgáfudagur
1. júlí 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 28/2024
5. febrúar 2024
AUGLÝSING
um bókun um breytingu á Marakess-samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar – Samningur um styrki til sjávarútvegs.
Hinn 10. maí 2023 var aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar afhent staðfestingarskjal Íslands vegna bókunar, sem gerð var í Genf 17. júní 2022, um breytingu á Marakess-samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar – Samningur um styrki til sjávarútvegs, frá 15. apríl 1994, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 62/1995 þar sem samningurinn er birtur. Gildistaka bókunarinnar verður auglýst síðar.
Samningurinn öðlaðist gildi 1. janúar 2024.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 5. febrúar 2024.
Bjarni Benediktsson.
Martin Eyjólfsson.
C deild - Útgáfud.: 1. júlí 2024