Fara beint í efnið

Staðfesting á starfstímabili

Vottorð vinnuveitanda um starfstímabil

Réttur launamanns til atvinnuleysistrygginga miðast við starfstímabil og starfshlutfall síðustu 12 starfsmánuði fyrir fyrsta skráðan atvinnuleysisdag.

Í staðfestingu vinnuveitanda á starfstímabili þarf því að skrá allt að 12 mánaða vinnu á sl. 36 mánuðum fyrir fyrsta skráða atvinnuleysisdag og skal það aðgreint eftir starfshlutfalli og/eða rofi á starfstímabilum ef um slíkt er að ræða.

Einnig þar að gefa upplýsingar um ástæðu starfsloka, ótekið orlof ef við á, greiðslur vegna starfsloka ef einhverjar eru auk upplýsinga um greiðslur til stéttarfélaga og lífeyrissjóða.

Staðfestinguna skal senda til viðeigandi þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar, þar
sem atvinnuleitandi er skráður í atvinnuleit.

Vottorð vinnuveitanda um starfstímabil

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun