Fara beint í efnið

Skrá ökutæki tímabundið úr umferð

Tilkynning um tímabundna skráningu ökutækis úr eða í umferð með miða

Innlögn skráningarmerkja

Hægt er að skrá ökutæki tímabundið úr umferð með því að skila númeraplötum inn til Samgöngustofu eða skoðunarstöðva. Ef ökutækið hefur tvær númeraplötur skal skila inn báðum plötunum. Með innlögn númera stöðvast álagning bifreiðagjalda og hægt er að fá tryggingar felldar niður af ökutækjum í almennri notkun.

Úttekt skráningarmerkja

Aðeins skráður eigandi eða umráðamaður má taka út númeraplötur og verður að framvísa skilríkjum. Áður en hægt er að sækja númerplötur þarf að tryggja ökutækið.

Úr umferð með miða

Sé ekki kostur að fjarlægja númerlötur af ökutæki er hægt að fá afhendan eða sendan miða með áletruninni „Notkun bönnuð“ sem límdur er yfir skoðunarmiðann. Með skráningu úr umferð með miða stöðvast álagning bifreiðargjalda og ekki er lagt vanrækslugjald á ökutæki. Ekki er tryggt að tryggingar falli niður á ökutækjum skráð úr umferð með miða. Eigandi eða umráðamaður þarf að hafa samband við sitt tryggingafélag.

Óheimilt er að nota ökutæki sem er skráð úr umferð

Kostnaður

  • 1.114 krónur greitt við innlögn eða afhendingu miða. Skráningarmerki eru geymd í eitt ár.

  • Greiða þarf geymslugjald að nýju, sé áætlun að geyma skráningarmerkin lengur.

Tilkynning um tímabundna skráningu ökutækis úr eða í umferð með miða

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa