Fara beint í efnið

Mannauðsstefna Fiskistofu

Markmið mannauðsstefnu Fiskistofu er að hæfni, þekking og viðhorf starfsfólks nýtist sem best hverju sinni svo ólíkum þörfum viðskiptavina sé mætt eins vel og kostur er. Mannauðsstefna byggir á gildum Fiskistofu sem eru traust, virðing og framsækni.

Stefnunni er skipt upp í sex meginflokka:

1. Liðsheild

Fiskistofa leggur áherslu á:

  • Að hjá Fiskistofu sé góður starfsandi, góð samskipti og gott samstarf.

  • Að starfsfólk upplifi að allir vinni á jafningjagrundvelli og að ávallt sé hægt að koma hugmyndum sínum á framfæri við allt starfsfólk Fiskistofu.

  • Að tryggja þátttöku starfsmanna í uppbyggingu og mótun Fiskistofu.

  • Að starfsfólk sé meðvitað um sinn þátt í að viðhalda ánægju á vinnustaðnum og leggja sitt af mörkum.

  • Að starfsfólk leggi sig fram um að skapa góðan vinnustað og starfsanda þar sem vellíðan, heilbrigði, fagmennska og gagnkvæm virðing er höfð í fyrirrúmi.

2. Starfsþróun og fræðsla

Fiskistofa leggur áherslu á:

  • Að hjá Fiskistofu sé ríkjandi menning fyrir teymisvinnu og þekkingarmiðlun og starfsfólk leitist við að auka þekkingu sína, sér í lagi á sínu starfssviði og sé jákvætt fyrir nýjungum.

  • Að greina fræðsluþarfir starfsfólks og bjóða upp á öfluga símenntun, m.a. út frá reglubundnum starfsmannasamtölum.

  • Að fræðsla og þjálfun sé sameiginlegt verkefni starfsmanns og yfirmanns og á ábyrgð beggja aðila, til að viðhalda hæfni og þróun í starfi.

  • Að hvetja starfsfólk til frumkvæðis og sköpunar í starfi.

  • Að tryggja þjálfun með framsæknum og fjölbreyttum aðferðum.

  • Að starfsfólk miðli þekkingu sinni til samstarfsfólks.

3. Hvatning og endurgjöf

Fiskistofa leggur áherslu á:

  • Að hverjum starfsmanni sé ljóst hvert sé verksvið hans og ábyrgð samkvæmt starfslýsingu.

  • Að starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, heiðarleika og virðingu.

  • Að tryggja að starfsfólk fái reglulega hreinskipta og uppbyggilega endurgjöf á frammistöðu sína.

  • Að allt starfsfólk starfi eftir siðareglum stofnunarinnar og gæti fyllstu þagmælsku í starfi.

4. Stjórnun

Fiskistofa leggur áherslu á:

  • Að stjórnunarhættir hjá Fiskistofu byggi á gildum, stefnu og framtíðarsýn stofnunarinnar.

  • Að ábyrgð og verkferlar séu skýrir.

  • Að stjórnendur veiti nauðsynlegar upplýsingar, endurgjöf og hvatningu til árangurs og ábyrgðar í starfi.

  • Að stjórnendur veiti markvissa upplýsingagjöf til starfsfólks.

  • Að stjórnendur skilgreini markmið og miðli væntingum til starfsmanna.

5. Jafnvægi og vellíðan

Fiskistofa leggur áherslu á:

  • Að góð og heilbrigð samskipti séu höfð í fyrirrúmi, byggð á gagnkvæmri virðingu og trausti.

  • Að starfsmenn upplifi jafnvægi og geti samræmt starfsskyldur og fjölskylduábyrgð.

  • Stuðning við heilbrigða og holla lífshætti og vellíðan í starfi.

  • Möguleika á sveigjanlegum vinnutíma.

  • Að vinnuaðstaða og tækjakostur sé í samræmi við þau verkefni og viðfangsefni sem starfið krefst hverju sinni.

  • Vistvænar samgöngur starfsfólks til og frá vinnu.

  • Að skapa starfsfólki aðstæður til að samræma ábyrgð starfs og fjölskyldu eins og kostur er.

  • Starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, heiðarleika, trausti og virðingu.

  • Að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana eða annarra ómálefnalegra þátta með vísan til siðareglna og jafnréttisáætlunar.

  • Að einelti og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin hjá Fiskistofu.

6 . Starfsmannaval

Fiskistofa leggur áherslu á:

  • Að beita faglegu og skilgreindu ráðningarferli þar sem jafnræðis og hlutleysis er gætt.

  • Að launakjör séu samkeppnishæf m.t.t. sambærilegra starfa hjá ríkinu. Horft er til einstaklingsbundinnar frammistöðu starfsfólks, frumkvæðis, fagþekkingar og vilja til að efla góðan starfsanda.

  • Að taka vel á móti nýju starfsfólki og bjóða þeim upp á faglega þjálfun og aðlögun í starfi.

  • Að hafa ávallt reglu í fyrirrúmi gæði þjónustu að skipa hæfasta starfsfólk sem völ er á til að tryggja og eftirlits Fiskistofu.

Stefna samþykkt í mars 2021